Útikennsla í 7. bekk

Í síðustu viku var ákveðið að nýta snjóinn sem fallið hafði í jólafríinu til stærðfræðikennslu. Þar sem að við höfum verið að vinna mikið með rúmmál og rúmfræði fyrir jólin var ágætt að byrja árið á smá upprifjun. Verkefnið var að fara út og búa til tening úr snjónum sem var 1 rúmmetri að stærð. Þetta gekk misvel hjá hópunum en flott upprifjun eftir jólafríið. Myndir frá deginum má sjá hér.