Útikennsla í 3. bekk

Í þriðja bekk notuðum við góða veðrið nú í vikunni og vorum mikið úti við. Við tókum einn myndmenntatíma úti við,  fórum upp í áhorfendastæði og teiknuðum íþróttamiðstöðina, var gaman að sjá fjölbreytileika myndanna hjá krökkunum, mismunandi sjónarhorn o.fl.

Í dag löbbuðum við hinsvegar upp í skógarreit. Þar var safnað gögnum fyrir mælingaverkefni í stærðfræði. Á listanum voru laufblöð af reyni, ösp og birki, einn köngull, tvö strá og barrnálar af greni- og furutré. Þegar heim var komið teiknuðu krakkarnir, mældu og skráðu á skýrslublöð. Þessi vinna tókst mjög vel, var fjölbreytileg og skemmtileg og tók á ýmsum þáttum aðalnámskrár, s.s. stærðfræði, náttúrufræði og lífsleikni svo eitthvað sé nefnt. Hér eru nokkrar myndir úr kennslunni.