Unnið með segla í 5.EÞ

Unnið með segla í 5.EÞ

Undanfarið hafa nemendur 5. EÞ verið að læra um segla í náttúrugreinum. Samhliða því að soga í sig fróðleik um seglana hafa nemendur fengið að leika sér með mismunandi segla til að sjá hvernig þeir virka og hversu öflugt segulsvið þeir hafa. Þetta hefur verið hin fjörugasta vinna og nemendur hafa uppgötvað margt sniðugt sem hægt er að gera með seglunum. Einnig gerðum við tilraun þar sem við bjuggum til okkar eigin áttavita með vatni, pappírsmiða, nál og segli. Hér má sjá myndir og hér að neðan eru tvö myndbönd.