Þorrablót í 1. og 2. bekk

Þorrablót í 1. og 2. bekk

Í fyrsta og öðrum bekk höfum við verið að vinna verkefni um þorrann. Í dag höfðum við lítið þorrablót, þar sem krakkarnir fengu að smakka nokkrar tegundir af þorramat. Síðan sungum við og dönsuðum áður en við fórum í frímínútur. Krakkarnir komu okkur mjög á óvart með hvað þau voru dugleg að borða þorramatinn, jafnvel súru pungana og hákarlinn!

Hér eru myndir frá þessari skemmtilegu stund.