Þemadagar í apríl - fjölmenning

Þemadagar í apríl - fjölmenning

Eins og margir líklega vita þá voru þemadagar í Dalvíkurskóla dagana 24. og 25. apríl sl. Þemað sem unnið var með í þetta skiptið var fjölmenning og skoðuðu nemendur meðal annars þjóðfána, gjaldmiðil, tungumál, matarmenningu, landakort, íþróttir, tónlist, dans, siði og venjur þeirra þjóða sem Dalvíkurskóli tengist, en það eru 13 lönd. Myndaðir voru hópar þvert á alla bekki, þannig að krakkar af öllum aldursstigum unnu saman í hópum og fóru allir hóparnir á allar sex stöðvarnar.

Skemmst er frá því að segja að þessi vinna gekk frábærlega vel og eru krakkarnir vonandi margs vísari um þau lönd sem samnemendur þeirra tengjast. Gaman var að sjá hvað allir aldurshópar unnu vel saman og voru eldri nemendur duglegir að aðstoða þessi yngri við vinnuna.

Gaman væri ef foreldrar gætu gefið sér tíma til að skoða afrakstur þemavinnunnar og eru þeir sérstaklega velkomnir í þeim erindagerðum á föstudaginn klukkan 12-13:30. Þá geta þau fengið sín börn sem leiðsögumenn