Sveitaferð 1. EoE

Við í 1. EoE erum svo heppinn að einn strákur í bekknum býr í sveit og fengum við að heimsækja hann og foreldra hans að Ingvörum í Svarfaðardal. Við fengum að hjálpa til í fjárhúsunum, gáfum kindunum að éta og sópuðum saman heyinu í hlöðunni. Einnig fylgdumst við með þegar hrútunum var sleppt út, tvö lömb voru mörkuð og eitt lamb fékk vítamínsprautu. Við borðuðum svo nestið okkar úti en nokkrir foreldrar bökuðu bakkelsi fyrir ferðina okkar. Við fengum síðan að leika okkur frjálst, róluðum, renndum okkur niður brekku á ýmsum farartækjum, fórum í fótbolta og í nokkra leiki.  Í lok ferðarinnar þökkuðum við fyrir okkur með söng.  Hér eru nokkrar myndir frá ferðinni okkar.