Stráka- og stelpukvöld hjá 5. EÞ

Síðustu tvo föstudaga hafa nemendur 5.EÞ hist seinni part dags í skólanum ásamt umsjónarkennara sínum og átt skemmtilegar stundir saman. Strákarnir riðu á vaðið með strákakvöldi þar sem meðal annars var leikið með rafmagnsbíla, farið í leiki og keppt í spurningakeppni. Stelpurnar hittust viku síðar og þá var til dæmis farið í leiki, keppt í spurningakeppni, dansað og sýnt frumsamið leikrit. Bæði kvöldin útbjuggu nemendur gómsætar pitsur í kvöldmatinn, sem síðan voru borðaðar með bestu lyst. Hér má sjá myndir frá strákakvöldi og stelpukvöldi.