Skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar var haldin í dag. Tólf lesarar kepptu um tvö laus sæti á Lokakeppni Stóru upplestarkeppninnar sem haldin verður 21. mars kl. 16:00 í Kvosinni, sal Menntaskólans á Akureyri. Skólarnir sem etja þar kappi auk Dalvíkurskóla eru: Grunnskóli Fjallabyggðar, Grenivíkurskóli, Hrafnagilsskóli og Þelamerkurskóli.
Dómnefnd valdi þá Árna Stefán og Mána til að vera fulltrúa skólans og Úlfhildi Emblu til vara. Á myndinni hér til hliðar eru lesararnir 12 ásamt umsjónarkennurum.
|
Við Mímisveg | 620 Dalvík Sími á skrifstofu: 460 4980 Netfang: ritari@dalvikurbyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 07:40 - 14:00. þriðjudaga og föstudaga
|
Tilkynningar um veikindi og beiðni um leyfi nemenda: 460-4980 / ritari@dalvikurbyggd.is