Lokahátíð Stóru upplestarkeppninnar var haldin í Ólafsfirði 22. mars. Níu lesarar, fimm frá Dalvíkurskóla og fjórir frá Grunnskóla Fjallabyggðar, tóku þátt í jafnri og spennandi keppni. Að lokum var það Amalía Þórarinsdóttir, Grunnskóla Fjallabyggðar sem stóð uppi sem sigurvegari. Í öðru sæti lenti Ronja Helgadóttir, Grunnskóla Fjallabyggðar og Þormar Ernir Guðmundsson, Dalvíkurskóla, lenti í þriðja sæti. Við óskum sigurvegurum til hamingju með árangurinn.
|
Við Mímisveg | 620 Dalvík Sími á skrifstofu: 460 4980 Netfang: ritari@dalvikurbyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 07:40 - 14:00. þriðjudaga og föstudaga
|
Tilkynningar um veikindi og beiðni um leyfi nemenda: 460-4980 / ritari@dalvikurbyggd.is