Stóra upplestarkeppnin

Stóra upplestrarkeppnin er haldin árlega í 7. bekk. Keppnin hefst 16. nóvember á Degi íslenskrar tungu og lýkur í mars með keppni á milli Árskógarskóla, Dalvíkurskóla og Grunnskóla Fjallabyggðar. Skólakeppni Dalvíkurskóla fór fram 19. febrúar og þar kepptu 13. nemendur um fjögur laus sæti í lokakeppninni sem haldin verður í  Bergi 2. mars kl. 14:00. Fulltrúar skólans í verða: Sigríður Erla Ómarsdóttir, Stefán Daðason, Urður Birta Helgadóttir og Verónika Jana Ólafsdóttir. Til vara er Laufey Steingrímsdóttir.