Í viku stærðfræðinnar unnu nemendur í 1. og 2. bekk verkefni í handmennt hjá Ásrúnu þar sem lögð var áhersla á stærðfræðina í verkefninu. Nemendur áttu að búa til armbönd. Verkefni 1. bekkjar var að telja 50 perlur í armband handa sér og þræða upp á teygjutvinna. Verkefni 2. bekkjar var auk þess að teikna mynstur í mismunandi litum og reikna nákvæmleg út hvað margar perlur þyrfti svo það passaði (sem næst 50). Myndir frá 2. bekk má finna hér.
|
Við Mímisveg | 620 Dalvík Sími á skrifstofu: 460 4980 Netfang: ritari@dalvikurbyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 07:40 - 14:00. þriðjudaga og föstudaga
|
Tilkynningar um veikindi og beiðni um leyfi nemenda: 460-4980 / ritari@dalvikurbyggd.is