Stærðfræði og handavinna

Í viku stærðfræðinnar unnu nemendur í 1. og 2. bekk verkefni í handmennt hjá Ásrúnu þar sem lögð var áhersla á stærðfræðina í verkefninu.  Nemendur áttu að búa til armbönd. Verkefni 1. bekkjar var að telja 50 perlur í armband handa sér og þræða upp á teygjutvinna. Verkefni 2. bekkjar var auk þess að teikna mynstur í mismunandi litum og reikna nákvæmleg út hvað margar perlur þyrfti svo það passaði (sem næst 50). Myndir frá 2. bekk má finna hér.