Dalvíkurskóli
Staða deildarstjóra eldra stigs Dalvíkurskóla er laus til umsóknar
Hæfniskröfur:
- Leyfisbréf til að nota heitið grunnskólakennari
- Stjórnunarnám og reynsla af skólastjórnun er kostur
- Áhugi á skólaþróun, nýjum og fjölbreyttum áherslum í skólastarfi
- Hugmyndaríkur, jákvæður og sveigjanlegur
- Leiðtogahæfileikar
- Hæfni í mannlegum samskiptum og nær vel til barna
Dalvíkurskóli er 220 nemenda grunnskóli. Einkunnarorð skólans eru: Þekking og færni, virðing og vellíðan. Skólinn leggur áherslu á snemmtæka íhlutun í námi nemenda. Skólastarfið byggist á teymiskennslu kennara. Í skólanum er m.a. unnið eftir kennsluaðferðunum Byrjendalæsi og PALS. Dalvíkurskóli flaggar Grænfánanum. Í Dalvíkurskóla er lögð áhersla á að starfsfólki líði vel í starfi og þar er jákvæðni höfð að leiðarljósi. Allir skólar í Dalvíkurbyggð starfa eftir Uppbyggingarstefnunni.
Umsóknarfrestur er til 5. júní 2019
Upplýsingar gefur Friðrik Arnarson skólastjóri Dalvíkurskóla fridrik@dalvikurbyggd.is símar 4604980 og 8490980. Umsókn ásamt ferilskrá skal sent á netfangið fridrik@dalvikurbyggd.is.