Skólasetning

Skólasetning

Dalvíkurskóli var settur í gær. 25 nemendur byrjuðu í 1. bekk og var mikil spenna og eftirvænting í andlitum þegar krakkarnir fengu skólatöskur afhentar. Fyrirtækið Snorrason Holdings á Dalvík gaf 1. bekkingum töskur og skóladót og eru þeim færðar kærar þakkir fyrir það.

Auk nýrra nemenda í 1. bekk byrjuðu 16 nemendur sem voru áður í Árskógarskóla í 8. og 9. bekk og 18 nýnemar sem komu til okkar úr öðrum skólum. Við bjóðum ykkur velkomin í Dalvíkurskóla!