Miðvikudaginn 16. mars mun Skólahreystiliðið okkar halda til Akureyrar og etja kappi við skóla á Norðurlandi um farseðil í úrslit Skólahreysti sem haldin verða í Laugardalshöll síðar í vetur. Liðið okkar er skipað Viktori Huga og Hafrúnu sem keppa í kraftagreinum og Guðna Berg og Snædísi Ósk sem keppa í hraðabraut. Auk þeirra fer um 60 manna stuðningslið úr skólanum. Lagt verður af stað kl. 12 frá skólanum og áætluð heimkoma kl. 16:30. Við óskum okkar keppendum góðs gengis í Íþróttahöllinni á Akureyri og að sjálfsögðu eru foreldrar velkomnir.
|
Við Mímisveg | 620 Dalvík Sími á skrifstofu: 460 4980 Netfang: ritari@dalvikurbyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 07:40 - 14:00. þriðjudaga og föstudaga
|
Tilkynningar um veikindi og beiðni um leyfi nemenda: 460-4980 / ritari@dalvikurbyggd.is