Sigi´s Boat; samvinnuverkefni myndmennt, tónmennt og heimilisfræði

Sigi´s Boat; samvinnuverkefni myndmennt, tónmennt og heimilisfræði

Út október verður 6 bekkur í verkefninu Sigi´s Boat í samvinnu við List-Húsið á Ólafsfirði og listakonunni Sigrid Keunen. Verkefnið kemur einungis að myndmennt og tónmennt undir stjórn Skapta myndmenntakennara og Kristjönu Arngíms tónmenntakennara, einnig verður Áslaug Reynirsdóttir kennari þeim til halds og trausts.

En hvað er Sigi´s Boat?

Sigi´s Boat er tónlistar vinnustöð undir handleiðslu Sigrid Keunen sem er vióllu leikari frá Belgíu. Vinnustofan er í samvinnu við tónlistaskóla og grunnskóla og verður á Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði út október.

Bátur Sigi´s er fjögura metra langt fley sem er ekki á sjónum en í kennslustofunni. Báturinn er svið þar sem nemendur skapa sínar eigin sögur, semja og semja sína eigin tónlist sem tengjast sögum þeirra. Vinnustofan verður út október og er áætlað að vera með sýningu í lok mánaðarinns. Nánari upplýsingar síðar.

6. bekkur er búinn að fara í einn tíma og var þar mikið fjör, þar kynntu þau sig fyrir Sigrid og var svo farið í hinar ýmsu æfingar. Það er mikil spenna bæði hjá nemendum og kennurum um hvaða ævintýri við munum upplifa með Sigrid og bátnum hennar.

Skapti, Kristjana og Áslaug.