Í samræmdu könnunarprófi í íslensku í 9. bekk sem lagt var fyrir í morgun komu upp tæknilegt vandamál í prófakerfi sem lýsti sér í því að nemendur duttu út úr kerfinu. Töluverður fjöldi nemenda á landsvísu náði ekki að ljúka prófunum.
Menntamálastofnun hefur því tekið þá ákvörðun að fresta samræmdum könnunarprófum í þessari viku og verða öll prófin þrjú tekin á tímabilinu 15.-26. mars. Nánari upplýsingar um dagsetningu prófanna verða sendar á næstu dögum.
|
Við Mímisveg | 620 Dalvík Sími á skrifstofu: 460 4980 Netfang: ritari@dalvikurbyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 07:40 - 14:00. þriðjudaga og föstudaga
|
Tilkynningar um veikindi og beiðni um leyfi nemenda: 460-4980 / ritari@dalvikurbyggd.is