Þriðjudaginn 9. febrúar eru samráðsfundir með foreldrum (foreldraviðtöl). Foreldrar mæta þann dag í viðtöl hjá umsjónarkennurum ásamt börnum sínum.
Miðvikudaginn 10. febrúar er öskudagur. Nemendur mæta í skólann í öskudagsbúningum. Yngstu börnin ganga um bæinn með kennurum en eldri nemendur saman í hópum. Skóladegi nemenda í 1.-4. bekk lýkur í íþróttahúsinu kl. 13:35. Nemendur í 5. og 6. bekk hafa val um að mæta á öskudagsskemmtun í íþróttahúsi eða fara heim að loknum hádegismat í skólanum. Nemendur í 8.-10. bekk fara heim að loknum hádegismat.
Rútuferðir, heimferðir kl. 12:30 og 13:45.
11. og 12. febrúar er vetrarfrí í skólanum. Nemendur mæta samkvæmt stundaskrá mánudaginn 15 og þá hefst vorönn.
|
Við Mímisveg | 620 Dalvík Sími á skrifstofu: 460 4980 Netfang: ritari@dalvikurbyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 07:40 - 14:00. þriðjudaga og föstudaga
|
Tilkynningar um veikindi og beiðni um leyfi nemenda: 460-4980 / ritari@dalvikurbyggd.is