Ráðið í stöðu sérkennara

Elsa Hlín Einarsdóttir hefur verið ráðin til að sinna sérkennslu við skólann frá 1. ágúst n.k. Hún lauk BS-námi í sálfræði 2006 og kennsluréttindanámi 2010. Hún hefur kennt við grunnskóla frá 2007 þar af rúma tvo vetur við Dalvíkurskóla.

Ekki verður ráðið í stöðu náms- og starfsráðgjafa að þessu sinni en staðan var auglýst laus til umsóknar. Ein umsókn barst um stöðuna en hún var dregin til baka.