Páskaleyfi

Páskaleyfi

Nú er síðasta vika fyrir páskaleyfi nemenda að hefjast, en nemendur fara í páskaleyfi eftir kennslu föstudaginn 26. mars og mæta aftur í skólann þriðjudaginn 6. apríl samkvæmt stundaskrá. Undirbúningur árshátíðar er í fullum gangi og ýmsar persónur og furðuverur farnar að trítla hér um ganga. Þema árshátíðarinnar er tímabil í tónlistarsögunni svo söngur og dans verða í fyrirrúmi. Eins og áður hefur komið fram verða einungis nemendasýningar 25. mars en atriðunum verður komið rafrænt á framfæri.