Öskudagurinn verður haldinn hátíðlegur í Dalvíkurskóla 9. mars. Nemendur mæta í búningum milli kl. 8 og 8:30 í skólann. Þeir sem þurfa geta fengið aðstoð frá eldri nemendum og kennurum við að útbúa sig. Nemendur 1.-4. bekkjar fara ásamt kennurum sínum út í bæ og syngja í fyrirtækjum og stofnunum bæjarins. Eldri nemendur fara ýmist á eigin vegum eða aðstoða við undirbúning öskudagsballs í skólanum og Víkurröst.
Í hádeginu verður boðið upp á pylsur fyrir alla nemendur skólans. Öskudagsskemmtun verður síðan haldin fyrir 1.-3. bekk á sal skólans og 4.-7. bekk í Víkurröst á milli 12:30 og 13:30.
|
Við Mímisveg | 620 Dalvík Sími á skrifstofu: 460 4980 Netfang: ritari@dalvikurbyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 07:40 - 14:00. þriðjudaga og föstudaga
|
Tilkynningar um veikindi og beiðni um leyfi nemenda: 460-4980 / ritari@dalvikurbyggd.is