Nýr hjólarampur við skólann

Nýr hjólarampur við skólann

Á dögunum var settur upp hjólarampur við Dalvíkurskóla og er hann afar vinsæll í frímínútum og utan skólatíma. Gísli skólastjóri stóð vaktina í fyrstu frímínútunum í morgun.

Eftir nokkur óhöpp á og við rampinn hafa stjórnendur ákveðið að á skólatíma verði reiðhjól ekki leyfð á hjólabrautinni vegna slysahættu.