Á haustdögum var tekin í notkun ný kennslustofa við Dalvíkurskóla, en hún er utandyra og samanstendur af hlöðnum hring og eldstæði. Kennslustofan er á tjaldstæðinu rétt vestan við skólann og nýtist í alls kyns kennslu, einnig gæti hún nýst gestum tjaldstæðisins yfir sumarið. Matthildur Matthíasdóttir sem kennir m.a. heimilisfræði notfærði sér kennslustofuna í góða veðrinu á dögunum þar sem einn hópurinn grillaði sér snúbrauð á pylsu yfir eldi.
|
Við Mímisveg | 620 Dalvík Sími á skrifstofu: 460 4980 Netfang: ritari@dalvikurbyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 07:40 - 14:00. þriðjudaga og föstudaga
|
Tilkynningar um veikindi og beiðni um leyfi nemenda: 460-4980 / ritari@dalvikurbyggd.is