Niðurstöður Olweusarkönnunar í Dalvíkurskóla 2012

Einelti er félags- og sálfræðilegt vandamál og varðar alla. Ábyrgðin liggur hjá samfélaginu öllu, skólanum, foreldrum/forráðamönnum og nemendunum sjálfum. Ef allir axla ábyrgð, líta sér nær og rétta út hjálparhönd má lyfta grettistaki í eineltismálum (Kolbún Baldursdóttir, Ekki meir 2012).

Á hverju hausti er lögð fyrir Olweusarkönnun á umfangi eineltis í 4. - 10. bekk Dalvíkurskóla. Nú þegar liggja niðurstöður fyrir má sjá jákvæðar breytingar á síðustu árum. Árið 2007 mældist einelti um 13% en í dag er það komið niður í 4,6%.
 
Mikil áhersla er lögð á samskipti og líðan nemenda í skólastarfinu og viljum við gera enn betur í framtíðinni. Við stefnum að því að verða eineltislaus skóli þar sem öllum nemendum líður vel.
 
Inn á heimasíðu skólans má nálgast allar upplýsingar varðandi eineltis- og aðgerðaráætlun skólans og hvaða leiðir á að fara ef grunur vaknar um einelti.
 
Í sporum þolanda eineltis vill enginn vera!
 
Með kveðju frá eineltisteymi Dalvíkurskóla
Guðný Jóna, Magni Þór, Matta og Valdís