Matarboð

Matarboð

Í Dalvíkurskóla hefur myndast hefð fyrir því að meistararnir haldi eitt matarboð á ári. Í ár héldu Pétur Geir og Rúnar Smári matarboð fyrir strákana sem eru komnir í framhaldsskóla og einnig buðu þeir vinkonu sinni henni Herborgu Harðardóttur. Pétur Geir og Rúnar Smári eru í 10. bekk og ætla báðir að fara í MTR eins og hinir meistararnir. Í matarboðinu var framtíð þessa hóps rædd því þetta hefur verið eitt af skólaverkefnunum  að halda matarboð. Hópurinn ætlar að hittast á hverju ári og elda saman og svo ætlar Herborg að bjóða í potta partý í maí ár hvert.