Lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar var haldinn í Menntaskólanum á Akureyri 9. mars. Þar kepptu fulltrúar Grenivíkurskóla, Hrafnagilsskóla, Þelamerkurskóla, Dalvíkurskóla og Grunnskóla Fjallabyggðar. Fyrir hönd Dalvíkurskóla kepptu Óskar Valdimar og Steinunn Sóllilja sem gerði sér lítið fyrir og stóð uppi sem sigurvegari keppninnar. Á myndinni hér til hliðar sjást keppendur Dalvíkurskóla ásamt umsjónarkennurum sínum, Magna og Möttu.
|
Við Mímisveg | 620 Dalvík Sími á skrifstofu: 460 4980 Netfang: ritari@dalvikurbyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 07:40 - 14:00. þriðjudaga og föstudaga
|
Tilkynningar um veikindi og beiðni um leyfi nemenda: 460-4980 / ritari@dalvikurbyggd.is