Ljóð og sögur frá Dalvíkurskóla

Á vordögum voru sameiginlegir þemadagar hjá 1.-6.bekk í Dalvíkurskóla. Að þessu sinni höfðu þeir yfirskriftina FJÖLGREINDALEIKARNIR og byggðu á hugmyndafræði Gardners um að hver og einn hafi mismunandi greindir sem eru missterkar eftir einstaklingum. Á meðan málgreind sumra er til dæmis mjög sterk er rýmisgreindin sterkari hjá öðrum og á meðan hreyfigreind er sterkust hjá sumum er umhverfisgreindin kannski mest ríkjandi hjá öðrum. Á þemadögunum voru rúmlega 30 stöðvar með fjölbreyttum verkefnum og þrautum sem reyndu á mismunandi greindir. Nemendur flökkuðu á milli þeirra í litum hópum og leystu tónlistargetraun, bjuggu til pappírsturn, sömdu sögu, leystu sudoku þrautir, flokkuðu rusl, fóru í fjársjóðsleik, köstuðu stígvélum, bjuggu til sokkabrúður og ótal margt annað. Þemadagarnir heppnuðust afskaplega vel og er ætlunin að þeir verði að föstum lið í skólastarfi Dalvíkurskóla. Hér eru nokkur ljóð og sögur sem nemendur sömdu á stöðvum sem reyndu á málgreind.

Kveðja, Erna Þórey og Margrét, kennarar í Dalvíkurskóla
 
 
Galdranornin.
Galdranornin Stína
var alltaf að gera sig fína.
Hún keypti sér kjól
svo komu jól.
Hún flaug með köttinn
yfir allan hnöttinn.
Hún var alltaf að ljúga
á meðan hún var að fljúga
Höf: Jaden, Ægir Eyfjörð, Valur Ísfeld, Bergvin Daði, Erik Hrafn, Alexandra, Rebekka
 
 
Siggi sæti
Þetta er hann Siggi sæti.
hann er alltaf með mikil læti.
Hann er feitur
og ekkert mjög heitur.
Hann er alltaf glaður í bragði
af því mamma hans sagði
að hann væri fljótur
og alls ekki ljótur.
Höf: Baldvin Már, Jermaine, Úlfur Berg, Bjarki Freyr, Breki Hrafn, Elsa Dögg, Wanesa
 
 
Drekinn ógurlegi.
Einu sinni var dreki
sem hét Breki.
Hann var með horn og hala
en kunni ekki að tala.
Hann var með fuglsgogg og klær
og rosa stórar tær
Hann var lítill með stórar fætur
og rosalega sætur.
Hann átti lítið egg
og í því var dreki með skegg.
Höf: Steinunn Sóllilja, Þuríður Oddný, Arney Rósa, Hendrich, Jónatan Magnús, Henrihs
 
 
The King
Hér er kóngur í ríki sínu,
hann á mikið af fínu.
Eina brúði átti hann
sem hann vann
í tafli
út í skafli.
Þau giftust þar
og þannig endaði það.
Höf: Unnur Marý, Kristán Sölvi, Karita Kristín, Aron Ingi, Elvar Ferdinand, Þormar, Rebekka, Móheiður.
 
Drottningin
Blessuð drottningin vegur salt
en maginn hennar er út um allt.
Með blævængnum hún kælir sig
en telur það slæman sið.
Hún í höll sinni situr sæl
en kannsk kemur pínu skæl.
Öllum fannst hún vera í fínum kjól
en sumum finnst hann minna á stól.
Mattías Helgi, Þorri Jón, Hákon Daði, Guðmundur Árni, Jörvi Blær, Sindri
 
 
Álfadísin.
Álfadísin falleg er
hún prinsinn sér
hún læðist til hans
og gefur honum nammikrans.
Prinsinn var rosa glaður
og sagðist vera góður maður
prinsinn vildi giftast henni
en þá breyttist hún í vélmenni.
Höf: Ástrós, Lovísa Lea, Heiðmar, Maron, Ívan Logi, Máni, Snævar, Jens Adrian
 
 
Afi minn.
Hann afi minn hann sköllóttur er
honum finnst gaman í sólbaði ber
hann gengur með staf í annarri hendi
upp á hálendi.
Á skíðum er hann mjög fær
og hittir Orra Sæ(r)
hann Orri Sær er mjög fær
í sínum bæ.
Höf: Karítas, Lea, Örn, Orri Sær, Oddur Freyr, Lárus Anton
 
 
Drottning.
Hún er með höfuðfat
Á því er gat
Hún fékk nýjan kjól
Um jól
Hún býr í höll
Þaðan koma hlátrasköll
Hún stjórnar hér
Hún segir „hneigðu þig fyrir mér“
Höf: Hjalti, Þröstur, Maya, Roksana, Írena Rut, Ester Jana, Ásdís Inga
 
Göldrótta amman.
Einu sinni var göldrótt amma. Hún gaf litlum strák eitrað epli og hann fór heim og fór í rúmið sitt. Þegar hann vaknaði var hann kona með skegg. Hann rakaði sig og öskraði af hræðslu. Hann fór til galdraömmu og lét hana heyraða. Strákurinn tróð eplinu upp í ömmuna og hún breyttist í mús.
Höf: Hildur Inga, Roxana Claudia, Vala Katrín, Sigurður Ágúst, Ísar Hjalti, Elvar Karl, Torfi Jóhann.
 
Eyðieyjan.
Einu sinni var maður sem hér Jónas. Hann var með eiginkonu sinni á skemmtiferðaskipi sem allt í einu byrjaði að leka og svo sökk það. Jónas komst í björgunarbát og kom að eyðieyu og það voru risaeðlur. Hann var í fimm ár á eyðieyjunni og dag einn fann hann Mosasaurus vatnaskrímsli, festi band um hálsinn á því og í björgunarbátinn sinn og lét það draga sig í land.
Höf: Matthías Helgi, Þorri Jón, Hákon Daði, Guðmundur Árni, Jörvi Blær, Sindri
 
 
Göldrótti strákurinn.
Einu sinni var strákur sem hét Andri og var 11 ára. Hann var göldróttur en hann vissi ekki af því. Þegar hann var að fá sér að borða hvarf hann. Mamma hans hringdi í lögguna. Lögguna kom heim til þeirra og reyndi að finna strákinn. Löggan fann ekki strákinn og hringdi í björgunarsveitina. Björgunarsveitin kom og fann göldrótta strákinn. Strákurinn hafði bara galdrasti inn í skáp.