Lífsleikni í 10. bekk

Lífsleikni í 10. bekk

Í lífsleikni tímum í 10. bekk höfum við verið að vinna með grunnþætti nýrrar aðalnámskrár. Í dag þriðjudag fékk sköpun nemenda að brjótast út. Skiptu þau sér í 3ja manna hópa og fengu 15 mínútur til að byggja eins háan turn og þau mögulega gátu með A4 blöðum eingöngu. Ekki mátti klippa, líma né rífan blöðin til að byggja úr. Hæsti turninn endaði sem 210 cm og margir turnar voru mjög nálægt 2 metrum.  Myndir frá tímanum má sjá hér.