Lestur og mat á lestri

Í janúar verða lesfimipróf lögð aftur fyrir nemendur. Við hvetjum foreldra til að fylgjast vel með lestrinum í jólafríinu og gott er að taka frá um fimmtán mínútur á dag til að lesa. Margir hafa fengið lestrarbingó til að fylla út í yfir hátíðirnar sem gerir lesturinn fjölbreyttan. Hér að neðan er slóð inn á matrsramma sem Menntamálastofnun hefur gefið út og er ágætis hjálpartæki til að meta lestur barna og til að fylgjast með lestrarþróun. Matsramman má nálgast hér.