Lestrarátak í Dalvíkurskóla

Lestur er mjög mikilvægur fyrir börn og unglinga og er grundvallarfærni og undirstaða almennrar menntunar. Því er mikilvægt að heimili og skóli vinni saman að því að styrkja læsi nemenda.

Næstu þrjár vikur verður lestrarátak í Dalvíkurskóla sem hefur það markmið fyrst og fremst að ýta undir áhuga nemenda á yndislestri, þ.e að lesa sér til yndis og ánægju.

Nemendur verða hvattir til að lesa mikið heima í góðum bókum og vinna ýmis verkefni tengd lestri í skólanum.