Í dag 4. október hefst námsmatsvika í Grunnskóla Dalvíkurbyggðar og stendur til 14. október. Námsmatið, leiðsagnarmat, er unnið í Mentor sem gefur okkur möguleika að vinna námsmatið rafrænt. Kennarar vinna leiðsagnarmatið í námsmatsvikunni og föstudaginn 14. október verður opnað fyrir aðgang foreldra sem geta þá skoðað matið í Mentor. Þeir sem vilja geta prentað námsmatið út, en skólinn mun ekki senda útprentað námsmatsblað heim. Umsjónarkennarar munu hafa samband við foreldra eftir þörfum.
|
Við Mímisveg | 620 Dalvík Sími á skrifstofu: 460 4980 Netfang: ritari@dalvikurbyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 07:40 - 14:00. þriðjudaga og föstudaga
|
Tilkynningar um veikindi og beiðni um leyfi nemenda: 460-4980 / ritari@dalvikurbyggd.is