Foreldrafélag Dalvíkurskóla hefur í gegnum tíðina verið duglegt að styrkja skólastarfið á einn eða annan hátt. Á dögunum afhenti stjórnin skólanum Legokubba að andvirði ca 50 þúsund króna. Í morgun var svo formlega afhent gjafabréf upp á 150 þúsund kr. til kaupa á ýmiskonar tæknidóti til að nota við kennslu upplýsingatækni. Þökkum við í skólanum foreldrafélaginu kærlega fyrir þennan góða stuðning.
|
Við Mímisveg | 620 Dalvík Sími á skrifstofu: 460 4980 Netfang: ritari@dalvikurbyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 07:40 - 14:00. þriðjudaga og föstudaga
|
Tilkynningar um veikindi og beiðni um leyfi nemenda: 460-4980 / ritari@dalvikurbyggd.is