Lausar stöður í Frístund

Lausar stöður í Frístund

Starfsmenn í Frístund

Dalvíkurskóli leitar að starfsmönnum í lengda viðveru fyrir komandi skólaár. Um er að ræða hlutastörf 30-50% eftir samkomulagi. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst.

Frístund er heilsdagsskóli fyrir nemendur í 1.-4. bekk Dalvíkurskóla, rekin í húsnæði skólans. Starfið byggist á námskrá Frístundar og vikuáætlunum. Boðið er upp á aðstoð við heimanám, heimalestur og mikið er lagt upp úr frjálsum leik úti og inni.

Næsti yfirmaður er skólastjóri.

Helstu verkefni:

  • Aðstoð við nemendur í daglegu starfi
  • Aðstoð við heimalestur
  • Hópastarf

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Starfsreynsla með börnum æskileg.
  • Góð færni í mannlegum samskipum.
  • Hugmyndaríkur, jákvæður og sveigjanlegur.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Hreint sakavottorð.

Umsóknarfrestur er til 24. ágúst 2023.

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kjalar.

Sótt er um í gegnum Íbúagátt Dalvíkurbyggðar. Umsókn skal fylgja kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjenda í starfið og ferilskrá, auk staðfest afrit af prófskírteinum. Ef umsækjendur uppfylla ekki menntunar- og hæfniskröfur áskilur skólastjóri sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Áhugasamir eru hvattir til að sækja um, óháð kyni og uppruna.

Frekari upplýsingar veitir Friðrik Arnarson, skólastjóri, sími 460 4980 eða í netpósti fridrik@dalvikurbyggd.is.