Landakortavinna í 4. AE

Undanfarið höfum við í 4. bekk verið að læra eitt og annað í tengslum við landakort. Meðal annars höfum við útbúið götukort af nánasta umhverfi okkar, fræðst um gervihnetti, rannsakað gróðurþekjukort af Íslandi og lært að þekkja áttirnar. Við skoðuðum líka Íslandskortið mjög vel og fundum hvar hina og þessa bæi, flóa, firði, vötn, ár, jökla og eyjur er að finna. Sú vinna fór fram í pörum og gekk ljómandi vel. Hér má sjá myndir.