Kynning á teymiskennslu

Á næsta skólaári verða nokkrar breytingar í Dalvíkurskóla. Skólinn hlaut nýlega styrk til þróunarverkefnis sem kallast "Innleiðing teymiskennslu" og verður verkefnið meðal annars unnið í samvinnu við Háskólann á Akureyri. Breytingin sem verður á næsta skólaári er fólgin í því að í stað þess að hver árgangur hafi sinn umsjónarkennara, verða nú fleiri umsjónarkennarar sem deila umsjón með 2-3 árgöngum. Ekki er gert ráð fyrir að breytingin hafi mikil áhrif á fyrirkomulag kennslu, en hér í Dalvíkurskóla hefur um árabil verið kennt bæði í árgöngum og í aldursblönduðum hópum. Stefnt er að því að svo verði áfram. Meginbreytingin snýst um að ábyrgð á nemendahópum verði samvinnuverkefni teymis en ekki einstaklingsverkefni kennara.
 
Til að kynna þessar fyrirætlanir boðum við til fundar á sal skólans miðvikudaginn 4. júní kl. 17:00. Við vonumst til að sjá ykkur sem flest á fundinum.