Í teymi 1. og 2. bekkjar erum við að fikra okkur áfram í samstarfinu og gengur það mjög vel. Við erum m.a. í hringekju á fimmtudögum og föstudögum og vinnum þar margvísleg verkefni. Í síðustu viku unnum við með form, flokkuðum dýr eftir lit og tegundum, lásum í lestrarbókum, skrifuðum tölustafi, leiruðum nafnið okkar og flokkuðum tappa eftir lit. Á meðfylgjandi myndum getið þið séð alla flottu krakkana í teyminu 1,2 og nú!
|
Við Mímisveg | 620 Dalvík Sími á skrifstofu: 460 4980 Netfang: ritari@dalvikurbyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 07:40 - 14:00. þriðjudaga og föstudaga
|
Tilkynningar um veikindi og beiðni um leyfi nemenda: 460-4980 / ritari@dalvikurbyggd.is