Hreysti-lífsleikniþema í Dalvíkurskóla

Hreysti-lífsleikniþema í Dalvíkurskóla

Lífsleikniþema í maí í Dalvíkurskóla er Hreysti. Áhersla er lögð á hreyfingu og hollustu. Nemendur eru hvattir til að hreyfa sig daglega, að hugsa vel um líkamann sinn bæði andlega og líkamlega. Á bekkjarfundum ræða nemendur m.a. um það hvað hugtakið hreysti merkir, hvað það sé að vera hraustur, hverjir eru hraustir, og hvað sé hægt að gera til að lifa heilbgrigðum lífsstíl.

Björgvin Björgvinsson skíðakappi og Harpa Rut Heimisdóttir íþróttafræðingur heimsóttu nemendur í 1.-6. bekk og ræddu við þau um mikilvægi hreyfingar og gildi þess að borða hollan mat. Einnig nefndu þau að hreyfing þyrfti ekki eingöngu að fara fram á íþróttaæfingu heldur væri almenn hreyfing líka mjög góð eins og göngutúrar, hjóla eða synda. Nemendur fengu síðan hreystibók sem þau merkja inn daglega hreyfingu og ávaxta og grænmetisneyslu.

Þemadagar snúast aðallega um heilbrigði og hreysti m.a. skyndihjálp, gönguferðir , fuglaskoðunaferðir, skátahreysti og íþróttadagur verður á öllum stigum.

Nemendur og starfsfólk skólans tóku þátt í Unicef hlaupinu til styrktar Unicef barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Einnig taka nemendur þátt í ýmsum útikennsluverkefnum, m.a. verkefni úr nýju stærðfræðiefni sem ber nafnið „Stærðfræði undir berum himni.“ Skólastjórinn sem er vanur íþróttakennslu tók alla sína nemendur og starfsfólk út á völl einn morguninn og bauð upp á hressilega morgunleikfimi. Einnig var ánægjulegt að sjá foreldra.

Hreyfing hefur jákvæð áhrif á andlega líðan okkar. Tökum höndum saman, skólinn og foreldrar og hugsum vel um mikilvægi hreyfingar og hollustu.