Hlaupið til styrktar UNICEF

Það var virkilega gaman að fylgjast með krökkunum okkar í gær, þar sem þau hlupu áheitahlaup til styrktar UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Þau fengu kynningu á starfi UNICEF á föstudaginn var, söfnuðu áheitum og hlupu svo í gær, sumir rúma 12 kílómetra!  Næst er að safna saman áheitafénu og skila af sér. Dalvíkurskóli hefur haft þennan dag á dagskrá til fjölda ára og höfum við lagt UNICEF til hátt á fimmtu milljón króna í gegnum árin.
Vel gert krakkar - og fjölskyldur, kærar þakkir fyrir þátttökuna og stuðninginn!