Vegna aðstæðna í samfélaginu verða hinir árlegu haustfundir skólans ekki haldnir. Í stað þeirra munu umsjónarkennarar koma upplýsingum um skólastarfið til foreldra í bréfum. Fréttabréf skólastjórnenda verður einnig sent heim með börnunum auk þess sem það verður sent rafrænt. Hér er hægt að nálgast fréttabréfið. Dalvíkurskóli leggur áherslu á gott foreldrasamstarf og þrátt fyrir breyttar aðstæður vonum við að samstarfið verði áfram ánægjulegt og árangursríkt líkt og undanfarin ár.
|
Við Mímisveg | 620 Dalvík Sími á skrifstofu: 460 4980 Netfang: ritari@dalvikurbyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 07:40 - 14:00. þriðjudaga og föstudaga
|
Tilkynningar um veikindi og beiðni um leyfi nemenda: 460-4980 / ritari@dalvikurbyggd.is