Grunnskólinn óskar eftir að ráða íþróttakennara

Grunnskóli Dalvíkurbyggðar óskar eftir að ráða íþróttakennara frá 1. febrúar 2009. Umsóknarfrestur er til 1. desember. Grunnskóli Dalvíkurbyggðar er einsetinn grunnskóli með tvo kennslustaði, nemendur eru 310 í
1. – 10. bekk. Upplýsingar gefur Gísli Bjarnason skólastjóri gisli@dalvikurskoli.is Símar:460-4980, og GSM. 8631329. Heimasíða: www.dalvikurskoli.is  .

Dalvíkurbyggð er 2100 íbúa sveitarfélag við utanverðan Eyjafjörð sem varð til við sameiningu þriggja sveitarfélaga árið 1998. Samgöngur eru góðar, aðeins hálftíma akstur er til Akureyrar, umhverfi er sérlega fjölskylduvænt og atvinnulíf, þjónusta og menningarlíf með miklum blóma. Aðstæður til útivistar og íþróttaiðkunar eru með því besta og fjölbreytilegasta sem gerist hér á landi sumar jafnt sem vetur. Hitaveita er í öllum þéttbýliskjörnunum, ódýr upphitun og góð sundaðstaða. Vinnuaðstaða kennara er mjög góð.Ýmsar nánari upplýsingar er að finna á vef Dalvíkurbyggðar: http://www.dalvik.is  

Skólastjóri Grunnskóla Dalvíkurbyggðar