Gróðursetning

Eins og mörg undanfarin ár gróðurssetti 7.bekkur plöntur í fólkvanginum í Böggvisstaðafjalli. Nú var 350 birkihríslum plantað undir stjórn Jóns Arnars garðyrkjustóra í miklu blíðskaparveðri. Plönturnar eru við nýjan göngustíg suð-vestan við gróðrareitinn nærri Brekkuseli. Næsta sumar verður stígurinn alveg tilbúinn og þá er enn ein gönguleiðin búin að bætast við fyrir göngugarpa á Dalvík. Gróðursetningin gekk glimrandi vel og nutu börnin sín við vinnuna. Hér má sjá myndir.