Fimmtudaginn 26. maí mun Dalvíkurskóli flagga Grænfánanum í þriðja sinn. Að því tilefni efnum við til hátíðar þegar fulltrúi Landverndar afhendir okkur nýjan Grænfána. Við hvetjum foreldra, sem og alla íbúa Dalvíkurbyggðar, til að heimsækja okkur og fagna þessum áfanga. Hátíðin hefst kl. 13:00 við aðalinngang skólans.
Dagskrá Grænfánahátíðar
Að dagskrá lokinni er foreldrum og nemendum boðið í sund í tilefni af Hreyfiviku UMFÍ. Þar geta allir tekið þátt í Sundkeppni sveitarfélaganna sem gengur út á að fá íbúa sveitarfélaga til að synda sem mest fyrir sitt sveitarfélag. Sigurvegari er það sveitarfélag sem syndir hlutfallslega lengst miðað við höfðatölu. Börn yngri en 10 ára þurfa að vera í fylgd með fullorðnum í sundi.
|
Við Mímisveg | 620 Dalvík Sími á skrifstofu: 460 4980 Netfang: ritari@dalvikurbyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 07:40 - 14:00. þriðjudaga og föstudaga
|
Tilkynningar um veikindi og beiðni um leyfi nemenda: 460-4980 / ritari@dalvikurbyggd.is