Gestagangur í 3. bekk Dalvíkurskóla

Undanfarnar vikur höfum við fengið góða gesti í heimsókn í 3. bekk. Fimmtudaginn 3. nóvember birtust Jónína Guðrún Jónsdóttir frá Kvennadeild Landsbjargar á Dalvík og Sævar Freyr Ingason frá lögregluembættinu. Þau komu færandi hendi, gáfu krökkunum endurskinsmerki og ræddu við þau um mikilvægi þess að hafa endurskinsmerki, nú þegar dimmt er orðið á morgnana.
Í síðustu viku fengum við svo nokkrar konur úr Lionsklúbbnum Sunnu í heimsókn með Villa slökkviliðsstjóra með sér og var tilefnið Eldvarnarvikan 7. -11. nóv. Slökkviliðsstjórinn ræddi um brunavarnir heimilanna og hlustuðu börnin af athygli á hann. Lionskonurnar gáfu þeim svo litabók um Samma brunavörð sem vonandi hefur verið lesin og lituð heima, eftir þennan góða fyrirlestur. Hér má sjá myndir frá heimsóknunum.