Fyrirlestur um jákvæðni

FYRIRLESTUR UM JÁKVÆÐNI

-að komast í gegnum erfiðar aðstæður með jákvæðni að leiðarljósi-
 
 
Mánudaginn 3. desember kl. 17. verður Kristján Guðmundsson með fyrirlestur á sal skólans fyrir nemendur 8.-10. bekkjar og foreldra þeirra.
Þar mun hann segja frá reynslu sinni þegar hann lenti í alvarlegu vinnuslysi, sjúkrahúsvist og endurhæfingu, og hvernig hann horfði björtum augum fram á veginn og tókst á við erfiðleikana með jákvæðni og húmor að leiðarljósi. Við hvetjum foreldra og börn til að mæta og hlusta á áhugaverða frásögn.