Frétt um Titanic

Frétt um Titanic

Nemendur 5. og 6. bekkjar hafa verið að vinna þemaverkefni um Titanic. Ástæða þess að við völdum þetta verkefni er að á þessu ári eru 100 ár síðan Titanic fórst.

Verkefnavinna var afar fjölbreytt. Við byrjuðum á því að horfa á bíómyndina Titanic. Síðan unnu nemendur m.a. verkefni í íslensku, ensku, stærðfræði og mannkynsögu. Afrakstur vinnunnar er verkefnabók nemenda, ýmis spil, líkan af Titanic unnið í myndmennt, þæfð nisti í handmennt og ýmis plaköt.
Í lok þemaverkefnisins var boðið til kynningar á sal. Nemendur sáu alfarið um kynningu á verkefninu og foreldrar buðu upp á veitingar. Einnig setti Friðjón saman myndasýningu með gömlum myndum af Titainic ásamt myndbrotum úr kvikmyndinni og tónlist.
Var kynningin afar vel sótt og tókst í alla staði mjög vel. Myndasíða.