Ert þú að ljúka 10. bekk í vor ? Ert þú að hugsa um að skella þér í skóla í haust ? Ert þú ein /n af þeim sem tókst þér frí eftir grunnskólann og ert núna tilbúin/n til að byrja aftur? Ert þú ein /n af þeim sem byrjaðir í framhaldsskóla en fannst ekki réttu leiðina ? Þekkir þú einhvern eða einhverja sem eru í þessum sporum ?
Er framhaldsskóli á Dalvík ekki leiðin fyrir þig?
Í haust fer af stað framhaldsdeild frá VMA á Dalvík, ef næg þátttaka fæst. Nemendur munu verða þátttakendur í félagslífi nemenda VMA og munu einingarnar sem nemendur ljúka verða að fullu metnar inn í VMA eða jafnvel aðra skóla.
11. maí verður Ásdís Birgisdóttir námsráðgjafi í VMA til viðtals í Ráðhúsinu á Dalvík efstu hæð frá klukkan 14:00 til 18:00. Pantaðu þér viðtal og fáðu svar við vangaveltum þínum og hvaða möguleika þetta tilboð hefur fyrir þig.
Þú sendir póst á netfangið anna@dalvik.is fyrir klukkan 10:00 þann dag
eða hringir í síma 460-4915.
|
Við Mímisveg | 620 Dalvík Sími á skrifstofu: 460 4980 Netfang: ritari@dalvikurbyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 07:40 - 14:00. þriðjudaga og föstudaga
|
Tilkynningar um veikindi og beiðni um leyfi nemenda: 460-4980 / ritari@dalvikurbyggd.is