Fræðslufundir fyrir foreldra nemenda í 1. og 2. bekk

Í gær miðvikudaginn 21. janúar var fræðsla fyrir foreldra um Uppbyggingarstefnuna og um skóla og skólaforeldra sem var fyrsti fundurinn í þriggja fræðslufundaröð fyrir foreldra 1. og 2. bekkjar nemenda. Fundir þessir eru haldnir í samráði við foreldra sem óskuðu eftir meiri fræðslu varðandi afmarkaða þætti skólastarfsins. Hinir tveir fundirnir verða tileinkaðir fræðslu um lestur og lestrarkennslu og stærðfræðnám yngri barna. Fyrri fundurinn verður miðvikudaginn 4. febrúar og fjallar um lestur og hinn seinni um stærðfræðinám miðvikudaginn 25. febrúar. Fundirnir hefjast kl. 17:00 og áætlað er að þeir taki um klukkustund.