Fræðslu- og umræðufundur um stærðfræði

Fræðslu- og umræðufundur um stærðfræði

Þriðjudaginn 9. nóvember klukkan 20:30-22:00 verður fræðslu- og umræðufundur um stærðfræðinám og stærðfræðikennslu í hátíðarsal Dalvíkurskóla. Þar mun Dóróþea Reimarsdóttir fjalla um breyttar áherslur í stærðfræðikennslu á síðustu árum. Hún mun einnig kynna þróunarverkefnið okkar, Töfraheim stærðfræðinnar. Foreldrar, einkum yngri barna, eru hvattir til að mæta en fundurinn er opinn öllum sem áhuga hafa á efninu.