Fræðsla um einelti

Fræðsla um einelti

Í dag kom Selma Björk Hermannsdóttir og fræddi nemendur 4.-10. bekkjar um einelti sem hún varð fyrir og hvernig hún tókst á við það með því að svara hatri með ást. Að loknu erindinu svaraði hún spurningum nemenda. Sannarlega góð og mikilvæg fræðsla sem gott er að ræða frekar um heima við. Skilaboð hennar til nemenda er að láta ekki aðra stjórna því hvernig manni líður og mikilvægi þess að börn og foreldrar eigi samtal um líðan og um lífið og tilveruna.