Evrópski tungumáladagurinn

Nemendur í 7.-10. bekk Dalvíkurskóla héldu Evrópska tungumáladaginn hátíðlegan þriðjudaginn 28. september síðastliðinn. Tungumálakennarar við skólann sáu um skipulagningu viðburðar. Leitað var m.a. til Norræna hússins í efnisöflun. Lögð var áhersla á samnorrænt tungumál og menningu. Nemendur komu saman á sal að morgni og horfðu á norsk-sænska kvikmynd. Þá flettu nemendur í blöðum og tímaritum frá öllum Norðurlöndunum, auk þess að hlusta á grænlenska tónlist.
Allt gekk vel fyrir sig og flestir nutu þessarar uppákomu til hins ítrasta.