Úrslit í stærðfræðikeppni

Þrír nemendur 9. bekkjar Dalvíkurskóla náðu að komast í 10 manna úrslit í stærðfræðikeppni Fjölbrautaskóla  Norðurlands Vestra og Menntaskólans á Tröllaskaga. Þorsteinn Jakob, sem hafnaði í öðru sæti í  keppninni, Brynjólfur Máni og Viktoría Fönn sem jafnframt var eina stúlkan sem náði í úrslit. Allir keppendur fengu vegleg verðlaun og óskum við þeim öllum innilega til hamingju með góðan árangur!